Kanelsnúðar

Ég áhvað að setja hérna inn kanelsnúða uppskriftina mína. Sumir hafa verið að suða um hana. Ég fékk hana hjá Sigrúnu í Saurbæ. Það er bæði hægt að nota þessa uppskrift í kanelsnúða og líka vínarbrauð.

500 gr hveiti

125 gr smjörlíki   (linnt)

150 gr sykur

2 tsk lyftiduft

1 tsk hjartasalt

2 tsk kardimommudropar

1 egg

1 - 1 1/2 bolli súrmjólk

Ofninn stilltur á 180-200 gráður

Öllu sturtað í haug á borðið og hnoðað.  Fletja svo út deifa yfir flatninginn kanelsykri, rúlla upp. Skera rúlluna niður í bita. Skella þessu á plötu, inní ofn þar til þeir verða gylltir.  Baaaaara góðir glóðvolgir með ískaldri mjólk.

Ég geri þessa uppskrift alltaf 2falda.

                                                                                    LÍF&FJÖR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nammi :)

alva (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:21

2 identicon

Þessi er sko best í heimi :)   klikkar ekki til að bjóða hverjum sem er, eða bara til að kæta heimafólk, einn eða marga fleiri ;)   ekki verra að smyrja útflatninginn með ekta smjöri áður en sykrinum se stráð yfir, alger sæla :)

Hallan (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:55

3 identicon

Namm, hljómar vel :) copya þessa og prufa við tækifæri :D

Hófý (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband