18.2.2008 | 14:53
Halló
Jæææja hvað er að frétta? Héðan? hmmm tja láttu okkur nú sjá? Krakkarnir sprækir. Voru bæði í föðurhúsum um helgina. Frí á leikfélagsæfingum um helgina. Sleppum handritunum í dag. Frumsýning 29 !!! Ég er búin að vera lasin, send heim úr vinnunni á laugardaginn. Ekki gott. Stressuð yfir mánaðarmótunum, en þau reddast. Já já já er haggi. Við Smári fórum á þorrablót 3. bekkjar um daginn. Svaka stuð.
Hef voða lítið að segja á ekkert líf. LÍF&FJÖR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2008 | 15:37
Long time..
..no see. Ég veit ég er lélegur bloggari!! Hef bara hreinlega ekki haft tíma til þess. Allt gott að fétta af þessu heimili. Nema heimilið lekur!!! FOJ. Í þíðunni um daginn vakanaði Fannar og fann þennan fína rómantíska foss renna niður útvegginn í herberginu okkar. Ótrúlega sniðugt eða þannig sko...
Æfingarnar hjá leikfélaginu eru komanar á fullt. Líf og fjör þar.
Krakkarnir bíða spennt eftir morgunn deginum. Búningarnir klárir og allar græjur.
Man bara ekki meir. Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn (áður en hann springur) Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2008 | 12:01
dagur 3
heima með skottuna mína. Hún er með þvagfærasýkingu af einhverjum toga. Er akki sátt við að pissa, finnst það eiginlega bara andskoti vont. Getur ekki setið kyrra á klósettinu og grætur af sársauka. Erfitt að geta ekkert gert nema að knúsa hana og halda í hendina á henni. Inná milli er hún hin sprækasta. Sem betur fer er hún að lagast. Tilkynnti mér það áðan að það er bara pínu vont að pissa núna. Læknirinn hérna var að tala um að senda hana í þvagfæra rannsókn norður. Kemur í ljós hvað doksarnir fyrir norðan vilja gera.
Fór á 1. æfingu hjá leikfélaginu í gær. Lesturinn tókk 3 tíma, með hlátrasköllum og látum. Held bara að flest okkar hafið verið farin að grenja úr hlátri. Þetta verður BARA gaman .
Þar til næst Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2008 | 22:15
Gullkorn
Ég var að hjálpa Önnu að finna föt fyrir morgunndaginn áðan, sem er svo sem ekki frásögu færandi þar sem við gerum þetta á hverju kvöldi. Sparar heil mikinn tíma og þras og tár og læti á morgnana. Daman mín hefur mjög ákveðnar skoðanir um í hverju hún vill vera. Nema hvað. Þegar við vorum búnar að taka til fötin, segi ég við hana. "Þú verður svo mikil pæja á morgunn!" Ekki stóð á svari hjá þeirri stuttu. "NEI mamma, pæjur eru með brjóst. STÓR brjóst!" Hvað er annað hægt að gera nema hlægja að svona. Maður spyr sig.
Við Smári gerðum samning á laugardaginn. Smá tilraun til að athuga hvort hann verður duglegri að "muna" eftir hlutum eins og að ganga frá eftir sig og minka stæla sem eru að færast í aukana. Ef hann kemst í gegnum daginn án þess að fá ekki fleiri en 3 mínusa í kladdann fær hann að fara í tölvuna eða Ps2 eftir kvöldmat. 4 mínusar eða + það þýða enginn tölva þann daginn. DAgurinn í dag slapp fyrir horn 3- í kladdann.
Búði að vanta svo eitthvað til að gera í höndunum undanfarið. Sem betur fer á maður góða að sem eiga handavinnu í bunkum!! Takk Gerða mín you are a life saver . Fékk hjá henni svona líka fínann Bucilla jólasokk til að dunda mér við. Fannar heldur því fram að þessi sé fyrir hann. Búin að máta nafnið sitt á hann og alles. Skilst að það passi .
Hafið þið það gott elskurnar.
Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2008 | 14:25
Well
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 18:36
olah
Mér var tjáð um daginn að ég væri lélegasti bloggari í heimi. Það er ekki satt! Margt brasað á þessu heimili undanfarið. Búin að taka allt jólatrall niður, nema úti já og gardínurnar. Smáralingur búin að vera í prófum og læti. Hlakka til að sjá hvað kemur út úr þeim. Anna farin að skríða uppí!! Gallinn við það að við Fannar sofum voða´lítið eftir að hún kemur. Svo við erum förum með hana til baka. Það er ósköp indælt þegar þau koma uppí en maður missir líka svefn. Erfit að velja þarna. Fannar og skipperarnir eru farnir að róa á öðrum bát, minni. Leikfélagið byrjar að æfa á miðvikudaginn JEIJ Þorrablótsæfingar byrja á þriðjudaginn, svo það er nóg að gera. Sem er bara gaman!!! Afi minn er 93 ára í dag. Mig langar að vera eins og afi þegar ég verð gömul, ef ég verð þá gömul. Afi er svo frábær karakter. Ég lít heil ósköp upp til hans, verst hvað ég er löt við að heimsækja hann. Dauðskammast mín fyrir það. Sussubíja. Meira seinna.
Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)