Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2007 | 13:27
Frumburðurinn
er 8 ára í dag. Svo í dag verður afmælisveisla 2. Hann er búin að halda uppá bekkjarafmæli. Komst að því í fyrra að þegar það er komið svona nálægt jólum er ekki sniðugt að halda barnaafmæli um helgi. Það mæta ekki margir þá. Enda svo margir sem skreppa í burtu um helgar. Stubburinn minn (ég er búin að fá leyfi til að kalla hann það áfram, bara ekki í kringum krakkana sko) er á leiðinni heim. Hann er búin að vera hjá pabba sínum í Keflavíkini síðan á föstudag. Vona að honum hafi líka gjöfin. Ég, Fannar,pabbi hans og Oddný gáfum honum saman þráðlausa stýripinna og minniskort/kubb hvað sem það nú heitir, fyrir playstation tölvuna.
Anna mín kom heim í gær, hún var líka í föður húsum um helgina. Fékk inniveru fyrir hana í leikskólanum því hún er búin að vera svo rosalega kvefuð um helgina og svona. Það var rosa fjör á minni þegar hún komst að því að hún mátti opna 2 daga á dagatalinu í gærkvöldi!! Og svo aftur 1 í morgunn.
Leikfélagsfundur í kvöld með Ingrid leikstjóra. Það verður gaman!! Svo skúra, skrúbba og bóna gangana í vinnunni í kvöld og nótt.
Takk Árný mín fyrir jóla pimpið á síðunni
Lífið er yndislegt!! Líf&Fjör
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2007 | 09:19
Jæjaaaa
Jú Halla mín það er kominn 5 des. Ég veit Ég hef bara ekki verið upp á marga fiska síðustu daga. Kvefpest og rasgubbupest. Ekki góður kokteill, ég get vottað það. En minns er að sprækjast. Er í fríi í dag og ætla að nota daginn til að skríða betur saman. Vinnuhelgi framundan og svo á frumburðurinn afmæli næsta mánudag. Hann bað sérstaklega um að hafa ostapinna í afmælinu. Sem mér finnst ekki slæmt, hollt og gott. Hann og Gísli bekkjarbróðir hans ætla að halda upp á afmælin sín saman fyrir bekkinn, þeir eiga afmæli með 4 daga milli bili. Gerðu það líka í fyrra og það heppnaðist bara ágætlega. Heyrðist samt á mínum kalli að hann vildi svo halda upp á herlegheitin einn á næsta ári.
Krakkarnir fara í föðurhús um helgina svo verður frekar rólegt á heimilinu. Kannski ágæt því Fannar fer í 2 próf á mánudaginn, svo hann hefur ró og næði til að undirbúa sig fyrir þau.
En, þar til næst verið góð við náungann ...... Líf&Fjör
P.s. Hvernig nær maður tyggjói úr fötum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.11.2007 | 17:23
Það er ...
... svo ljómandi gott að vera komin í frí. 3 daga helgarfrí. Bara ljúft. Er að verða svolítið lúin eftir þessa vinnutörn, og er það farið að sjást á heimilinu. Hvort er betra hamingjusöm börn eða hreint heimili? Ég hef amk ekki mikið verið að þrífa þessa viku (ekki nennt því) en kúrt frekar með krökkunum yfir vídeói eða eitthvað annað, með þeim.
Ég kláraði sokkinn hennar Önnu á laugardaginn. Man ekki hvort ég var búin að segja frá því. Finn ekki snúruna til að hlaða myndunum af myndavélinni. Svo það kemur bara seinna mynd. En hann er rosa flottur.
Við Anna Guðbjörg gerðum heiðarlega tilraun til að setja seríu utan á húsið á þriðjudaginn, en tókum hana strax niður aftur. Hún var ekki alveg að passa.
Dagskrá helgarinnar er að setja upp fleiri seríur, baka smákökur, föndra með krökkunum, byrja á jólakortunum, passa að það sé friður í húsinu svo Fannar geti lært fyrir próf á mánudaginn, formleg opnun leikskólans á laugardaginn, Anna fer í afmæli á sunnudaginn og hver veit nema að ég þrífi pínu og stytti gardínur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 13:36
Skilaboð skolast til áhafnar
SKILABOÐ SKIPSTJÓRA TIL 1. STÝRIMANNS:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00 verður almyrkvi á sólu. Þar sem þetta er ekki daglegur viðburður skal áhöfnin klæðast sínum bestu fötum, raða sér upp úti á þilfari og fylgjast með þegar sólin hverfur. Ég mun sjálfur útlista þennan merka atburð fyrir áhöfninni. Ef það rignir er hætta á að okkur auðnist ekki að sjá þegar sólin hverfur og fari svo skal áhöfnin koma saman í matsalnum.
SKILABOÐ 1. STÝRIMANNS TIL 2. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans verður snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, almyrkvi á sólu. Ef það rignir munum við ekki sjá sólina hverfa á þilfarinu í okkar bestu fötum. Fari svo munum við fylgjast með þessu merka fyrirbæri í matsalnum. Þetta er ekki daglegur viðburður.
SKILABOÐ2. STÝRIMANNS TIL 3. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans munum við fylgjast með, í okkar bestu fötum, þegar sólin hverfur í matsalnum klukkan 9:00 í fyrramálið. Skipstjórinn mun sjálfur útlista fyrir okkur hvort það fari að rigna. Þetta er ekki daglegur viðburður.
SKILABOÐ 3. STÝRIMANNS TIL BÁTSMANNS:
Ef það rignir í matsalnum snemma í fyrramálið, sem er ekki daglegur viðburður, mun skipstjórinn, í sínum bestu fötum, hverfa klukkan 9:00
SKILABOÐ BÁTSMANNS TIL ÁHAFNAR:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, mun skipstjórinn hverfa. Því miður er þetta ekki daglegur viðburður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2007 | 20:08
Ég á yndisleg börn
Stundum í dagsins amstri get ég verið agalega óþolinmóð á þessum elskum. Smári myndi gleyma eða týna höfðinu einhver staðar ef það væri ekki fast við hann. Anna er stundum svo örg og vælin seinnipartinn. Ég sagði Smára í gær að ef nestisboxið væri ekki á eldhúsbekknum á kvöldinn, gæti ég ekki sett nestið í það. Þar afleiðandi ekkert nesti í skólann. Nú held ég fyrir munninn til að minna hann ekki á það. Boxið er sumsé ekki komið uppúr töskunni og fram. Hvað á ég að gera? Er það of mikil ábyrggð á hann lögð að þurfa að muna að taka nestisboxið úr töskunni og setja það inn í eldhús? Og er það of mikið fyrir hann að muna að setja handklæðið á ofn eða inn í þvottahús? Ég er alveg að gefast upp. Hann gleymir öllu sem hann er beðinn um, og eða hlustar ekki. Nema að það snerti fótbolta.
En samt eru þessi kríli mín yndisleg eins og þau eru. Ég veit ekki hvað, eða hvar ég væri án þeirra.
Við Anna fórum í smá göngutúr áðan. Sólin var að setjast og ég benti henni á appelsínuguka himininn. Stubban var ekki lengi að skíra þetta út fyrir mér. "Sólin er að setjast til að fá sér að borða". Jaá sagði ég hvað borðar sólin? Hún borðar lauf. Fullt af laufi. Og hvernig borðar sólin lauf? Spurði ég. Bara svona með mjólk útá!
Smári á fullu í jólakortagerð
Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2007 | 18:33
Hvað er að gerast!?!?!
8 og 9 ára piltar í haldi grunaðir um aðild að nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2007 | 18:09
2
Howdy.
Hér á bæ eru allir orðnir hressir . Fór á leikfélagsfund í gær. Það á að fara að setja upp verk. Gaman gaman. Hittum Ingrid leikstjóra, lásum fyrir hana og svona. Kom mér skemmtilega á óvart hve margir mætu. Bara gaman af því. Þetta leggst allt veeeeeeeel í mig. Þetta er svoooo gaman.
Sokkurinn hennar Önnu potast komin á stykki 30 (af 99) Er búin að býta í mig að klára hann áður en ég byrja á einhverju öðru, eða réttara sagt held áfram með eitthvað annað. Er með þrennt í gangi. Jólasokkinn, jólakortin og jólagjafir. Það er gott að hafa nóg að gera.
That´s all folks Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 21:01
1
Ég get aldrei gert upp við mig hvað ég á að setja í titil. Eins stór ákvörðun og það er. Sussubíja. Anna Guðbjörg er algjör perla. Í morgunn kallaði hún á mig MAMMA ég var að gubba með rassinum! Sem reyndist svo vera niðurgangur. Ennn hún er orðin hress núna. Hún ætlar að gista í sveitinni hjá Árný frænku um helgina þar sem ég verð að vinna. Samdi við Árnýju um að ég myndi hjálpa henni að pakka eggjunum um helgina ef hún vildi passa Önnu. Smári vildi ekki fara uppeftir en ætlar bara hringja í frænku ef honum leiðist mikið. Hann fékk nefnilega tölvuleik lánaðan hjá vini sínum áðan og var ekki alveg tilbúin að hafa hann ónotaðann fram á sunnudag. Ó nei. Ég er farin að nota sálfræðina á mig með að jafna út tímann fyrir heimilisverkin og sauma trallið. Eitt saumastykki á móti einu húsverki. Maður er ekkert skárri en blessuð börninn með þetta. Þetta er svoooo gaman. Ég er búin með hausinn á Önnu sokk og er að verða búin með stóra tréð. Svo fylgie hérna mynd af Smára sokk. Er ekkert smá stolt af sjálfri mér, því fyrir ári síðan skoðaði ég þetta og hugsaði að það væri bara ekki smuga að ég hefði þolinmæði í þetta!! En fist ég get þetta þá geta allir þetta. Og hana nú...
En þanngað til næst strjúkið þið kviðinn og elskið þið friðinn.
Líf&Fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2007 | 19:13
Jólasokkur
Þessi er í bígerð . Var að klára Smára sokk, það kemur mynd af honum seinna. Anna á sumsé að fá þennan.
Gobbupestin er búin að vera í heimsókn á þessum bæ. Ég var lasin á mánudaginn og þríðjudaginn. Svo var Anna Guðbjörg að kvarta um að henni væri illt í maganum í gærkvöldi. Kom svo uppí til okkar í nótt og gubbaði í rúmið. Litla skinni. Búin að vera að æla í dag og með smá hita.
Líf&Fjör
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2007 | 17:22
Testing
Jæja kannski gengur að halda þessari síðu uppi. hvur veit. Helgin var ljómandi fín. Hjálpaði Árný að skrúbba gólfið í hænsnahúsinu á laugardaginn. Anna Guðbjörg sagði leikskólakonunum í morgunn að mamma væri með hænsnaslef á skónum. Sunnudagurinn fór í að þrýfa blessað heimilið mitt... ekki veitti af, og sauma. Alveg dottin í Bucilla. Er að sauma sokka handa krökkunum. Svona jóla sko . Í gærkvöldi kom svo Árný í dýrindis kvöldmat. Lambalærið klikkar aldrei. Eftir mat sátum við svo við föndrið og spjall. Gerða bættist í hópinn en kom tómhent, sussubíja.
Þar til næst Líf&Fjör
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)