1

DSC00061Ég get aldrei gert upp við mig hvað ég á að setja í titil. Eins stór ákvörðun og það er. Sussubíja. Anna Guðbjörg er algjör perla. Í morgunn kallaði hún á mig MAMMA ég var að gubba með rassinum! Sem reyndist svo vera niðurgangur. Ennn hún er orðin hress núna. Hún ætlar að gista í sveitinni hjá Árný frænku um helgina þar sem ég verð að vinna. Samdi við Árnýju um að ég myndi hjálpa henni að pakka eggjunum um helgina ef hún vildi passa Önnu. Smári vildi ekki fara uppeftir en ætlar bara hringja í frænku ef honum leiðist mikið. Hann fékk nefnilega tölvuleik lánaðan hjá vini sínum áðan og var ekki alveg tilbúin að hafa hann ónotaðann fram á sunnudag. Ó nei. Ég er farin að nota sálfræðina á mig með að jafna út tímann fyrir heimilisverkin og sauma trallið. Eitt saumastykki á móti einu húsverki. Maður er ekkert skárri en blessuð börninn með þetta. Þetta er svoooo gaman. Ég er búin með hausinn á Önnu sokk og er að verða búin með stóra tréð. Svo fylgie hérna mynd af Smára sokk. Er ekkert smá stolt af sjálfri mér, því fyrir ári síðan skoðaði ég þetta og hugsaði að það væri bara ekki smuga að ég hefði þolinmæði í þetta!! En fist ég get þetta þá geta allir þetta. Og hana nú...

En þanngað til næst strjúkið þið kviðinn og elskið þið friðinn.

                                                                                                                        Líf&Fjör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hahaha Anna er algjör perla

Spurning um að fá þig til að versla svona fyrir mig......ha .... ?

Gerða Kristjáns, 9.11.2007 kl. 22:23

2 identicon

Ertu farin að blogga héddna stelpa??

Ætla að njósna um'ðig

flakkari (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Árný Sesselja

hehe hún Anna er algjör perla...

Árný Sesselja, 10.11.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Hún er nú alveg snillingur hún dóttir þín

Anna Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 08:51

5 identicon

váááá flottur saumaskapur hjá þér kona. Æla með r....... tja ...kannast einmitt við svona orðbragð, Sóla sagði mér um daginn að það væri hor í r....... á henni.

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband