21.11.2007 | 20:08
Ég á yndisleg börn
Stundum í dagsins amstri get ég verið agalega óþolinmóð á þessum elskum. Smári myndi gleyma eða týna höfðinu einhver staðar ef það væri ekki fast við hann. Anna er stundum svo örg og vælin seinnipartinn. Ég sagði Smára í gær að ef nestisboxið væri ekki á eldhúsbekknum á kvöldinn, gæti ég ekki sett nestið í það. Þar afleiðandi ekkert nesti í skólann. Nú held ég fyrir munninn til að minna hann ekki á það. Boxið er sumsé ekki komið uppúr töskunni og fram. Hvað á ég að gera? Er það of mikil ábyrggð á hann lögð að þurfa að muna að taka nestisboxið úr töskunni og setja það inn í eldhús? Og er það of mikið fyrir hann að muna að setja handklæðið á ofn eða inn í þvottahús? Ég er alveg að gefast upp. Hann gleymir öllu sem hann er beðinn um, og eða hlustar ekki. Nema að það snerti fótbolta.
En samt eru þessi kríli mín yndisleg eins og þau eru. Ég veit ekki hvað, eða hvar ég væri án þeirra.
Við Anna fórum í smá göngutúr áðan. Sólin var að setjast og ég benti henni á appelsínuguka himininn. Stubban var ekki lengi að skíra þetta út fyrir mér. "Sólin er að setjast til að fá sér að borða". Jaá sagði ég hvað borðar sólin? Hún borðar lauf. Fullt af laufi. Og hvernig borðar sólin lauf? Spurði ég. Bara svona með mjólk útá!
Smári á fullu í jólakortagerð
Líf&Fjör
Athugasemdir
Svona tímabil koma í lífi allra sem að standa í barnauppeldi. Manni líður eins og allt streðið sé til einskis, að ekkert sé hlustað á mann og tilgangurinn með ergelsinu í manni útaf þessu öllu saman sé enginn.
En þetta skilar sér samt. Stundum þarf maður bara að segja sömu hlutina skrilljón sinnum.
Ég á í svipuðu basli með Anton. Skólatöskur virðist hreint ekki nauðsynlegt að taka með heim á hverjum degi og ef að taskan kemur heim þá er það nú ekki alltaf hans eigin taska. Nestisboxið virðist vera með lögheimili ofan í töskunni. Að hengja upp fötin sín virðist vera bara fyrir einhverja aðra en hann.
Eitt má þá glókollurinn minn eiga. Hann er búinn að læra að ef að fötin koma ekki í óhreinatauskörfuna þá eru þau ekki þvegin. Hann tekur það hins vegar svo bókstaflega að á hverju kvöldi þegar að háttað er þá er það bara gert beint ofan í körfuskrattann, alveg sama hvort að þau eru skítug eða ekki.
Góða skemmtun í baráttunni....
Lena þjáningarsystir
Rannveig Lena Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 21:32
Ó hvað ég skil þig vel ! Ég er ennþá að basla með Þorstein, hann er 10 ára mannstu
Hérna virðist vera agalegt vandamál að ganga frá einhverju sem þú gerðir ekki......ss að taka kannski upp eitthvað af gólfinu......ef "ég gerði þetta ekki"
Ég er farin að segja hiklaust: ÉG drulla heldur ekki út fötin þín, ÉG þarf samt að þvo þau !"
Matthías getur verið soldill slóði með fötin sín, en er samt duglegri en bróðir sinn að setja þau í "óþvottatauið"
Gerða Kristjáns, 21.11.2007 kl. 23:42
...það er jólakortagerð hér líka...ég NENNI ekki að segja e-ð skrilljón sinnum og pirra mig...for my own sake - og þess vegna geri ég þetta bara...annars er mín voða dugleg hérna...gangi þér vel
Góða nótt
alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:08
snilldar krakkar, eru ekki flest öll börn svona ?? finnst amk. allar mæður sem ég þekki segja mjög svipaðar sögur :) svo gengur mál dagsins yfir og næsta tekur við og svo fara þau að heiman ;) frábær mynd af Önnu, algerlega með stóra munninn hans pabba síns :) hafið það gott í útálandi sælunni, útálandi aðventunni og útálandi jólunum sem eru alveg að bresta á :)
Halla Önnuföðursystir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:42
Þau eru æði krílin þín !
En eins og hinar þá stríði ég líka við þennan "gleymsku"vanda hjá börnunum mínum og hef engin padent ráð við þessu .......
Anna Gísladóttir, 23.11.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.