23.11.2007 | 13:36
Skilaboð skolast til áhafnar
SKILABOÐ SKIPSTJÓRA TIL 1. STÝRIMANNS:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00 verður almyrkvi á sólu. Þar sem þetta er ekki daglegur viðburður skal áhöfnin klæðast sínum bestu fötum, raða sér upp úti á þilfari og fylgjast með þegar sólin hverfur. Ég mun sjálfur útlista þennan merka atburð fyrir áhöfninni. Ef það rignir er hætta á að okkur auðnist ekki að sjá þegar sólin hverfur og fari svo skal áhöfnin koma saman í matsalnum.
SKILABOÐ 1. STÝRIMANNS TIL 2. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans verður snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, almyrkvi á sólu. Ef það rignir munum við ekki sjá sólina hverfa á þilfarinu í okkar bestu fötum. Fari svo munum við fylgjast með þessu merka fyrirbæri í matsalnum. Þetta er ekki daglegur viðburður.
SKILABOÐ2. STÝRIMANNS TIL 3. STÝRIMANNS:
Samkvæmt skipun skipstjórans munum við fylgjast með, í okkar bestu fötum, þegar sólin hverfur í matsalnum klukkan 9:00 í fyrramálið. Skipstjórinn mun sjálfur útlista fyrir okkur hvort það fari að rigna. Þetta er ekki daglegur viðburður.
SKILABOÐ 3. STÝRIMANNS TIL BÁTSMANNS:
Ef það rignir í matsalnum snemma í fyrramálið, sem er ekki daglegur viðburður, mun skipstjórinn, í sínum bestu fötum, hverfa klukkan 9:00
SKILABOÐ BÁTSMANNS TIL ÁHAFNAR:
Snemma í fyrramálið, klukkan 9:00, mun skipstjórinn hverfa. Því miður er þetta ekki daglegur viðburður.
Athugasemdir
Er nokkuð að Fannari....... bara spyr sisvona.
Amma Halla (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:07
HAHAHAHAHA.........þarna varð hænan að einni fjöður......ekki öfugt.........tær snilld!!!!
Anna frænka (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:02
Steli stel
Gerða Kristjáns, 23.11.2007 kl. 22:28
Baaaara frábært haha. Það verður væntanlega STUUUÐÐ á brekkunni í fyrramálið, nokkrir frrrábærir útvaldir krakkar væntanlega í miklu stuði hérna á morgun, allavega var stuðið hrikalegt í kvöld....alveg hrrrikalega gaman, þau eru svo fyndin þessir krakkar.
alva (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:13
Snilld....
Takk
Steingrímur Helgason, 25.11.2007 kl. 02:08
hahahahahahahaha
vá.. má til með að stela þessu.... hef ekki skrifað um neitt nema leiðindi á mínu bloggi undanfarið.... alveg upplagt að hressa aðeins uppá það :)
Sif (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.