29.11.2007 | 17:23
Það er ...
... svo ljómandi gott að vera komin í frí. 3 daga helgarfrí. Bara ljúft. Er að verða svolítið lúin eftir þessa vinnutörn, og er það farið að sjást á heimilinu. Hvort er betra hamingjusöm börn eða hreint heimili? Ég hef amk ekki mikið verið að þrífa þessa viku (ekki nennt því) en kúrt frekar með krökkunum yfir vídeói eða eitthvað annað, með þeim.
Ég kláraði sokkinn hennar Önnu á laugardaginn. Man ekki hvort ég var búin að segja frá því. Finn ekki snúruna til að hlaða myndunum af myndavélinni. Svo það kemur bara seinna mynd. En hann er rosa flottur.
Við Anna Guðbjörg gerðum heiðarlega tilraun til að setja seríu utan á húsið á þriðjudaginn, en tókum hana strax niður aftur. Hún var ekki alveg að passa.
Dagskrá helgarinnar er að setja upp fleiri seríur, baka smákökur, föndra með krökkunum, byrja á jólakortunum, passa að það sé friður í húsinu svo Fannar geti lært fyrir próf á mánudaginn, formleg opnun leikskólans á laugardaginn, Anna fer í afmæli á sunnudaginn og hver veit nema að ég þrífi pínu og stytti gardínur.
Athugasemdir
Ég mæli með hamingjusömum börnum, og "sjálfþrífanlegu" heimili, draslið fer hvort e-ð er aldrei neitt og aldrei að gera neitt í dag sem hægt er að fresta til morguns
kveðja Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 06:36
Sollan mín það er kominn 5 des ... er ekkert að gerast?
., 5.12.2007 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.