Jæjaaaa

Jú Halla mín það er kominn 5 des. Ég veit Smile Ég hef bara ekki verið upp á marga fiska síðustu daga. Kvefpest og rasgubbupest. Ekki góður kokteill, ég get vottað það. En minns er að sprækjast. Er í fríi í dag og ætla að nota daginn til að skríða betur saman. Vinnuhelgi framundan og svo á frumburðurinn afmæli næsta mánudag. Hann bað sérstaklega um að hafa ostapinna í afmælinu. Sem mér finnst ekki slæmt, hollt og gott. Hann og Gísli bekkjarbróðir hans ætla að halda upp á afmælin sín saman fyrir bekkinn, þeir eiga afmæli með 4 daga milli bili. Gerðu það líka í fyrra og það heppnaðist bara ágætlega. Heyrðist samt á mínum kalli að hann vildi svo halda upp á herlegheitin einn á næsta ári.

Krakkarnir fara í föðurhús um helgina svo verður frekar rólegt á heimilinu. Kannski ágæt því Fannar fer í 2 próf á mánudaginn, svo hann hefur ró og næði til að undirbúa sig fyrir þau. 

En, þar til næst verið góð við náungann ......                                 Líf&Fjör 

 P.s. Hvernig nær maður tyggjói úr fötum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Henda flíkinni í frysti og mylja það svo úr

Gerða Kristjáns, 5.12.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: .

Sammála frænku .... með tyggjóið.

., 5.12.2007 kl. 14:29

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ertu búin að mylja ??

Gerða Kristjáns, 5.12.2007 kl. 14:38

4 identicon

Þetta verður örugglega stuð tvöfalltafmæli...jamms,það er frystirinn með fötin.

alva (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:41

5 identicon

Hallú sæta hjartanlega til hamingju með frumburðinn! Ætlaði að kasta kveðju á barnalandssíðuna hans, en hún er víst bara ekki virk lengur

Hófý (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:38

6 identicon

Knúsaðu afmælisstrákinn frá okkur :)

mútta (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband