10.12.2007 | 13:27
Frumburðurinn
er 8 ára í dag. Svo í dag verður afmælisveisla 2. Hann er búin að halda uppá bekkjarafmæli. Komst að því í fyrra að þegar það er komið svona nálægt jólum er ekki sniðugt að halda barnaafmæli um helgi. Það mæta ekki margir þá. Enda svo margir sem skreppa í burtu um helgar. Stubburinn minn (ég er búin að fá leyfi til að kalla hann það áfram, bara ekki í kringum krakkana sko) er á leiðinni heim. Hann er búin að vera hjá pabba sínum í Keflavíkini síðan á föstudag. Vona að honum hafi líka gjöfin. Ég, Fannar,pabbi hans og Oddný gáfum honum saman þráðlausa stýripinna og minniskort/kubb hvað sem það nú heitir, fyrir playstation tölvuna.
Anna mín kom heim í gær, hún var líka í föður húsum um helgina. Fékk inniveru fyrir hana í leikskólanum því hún er búin að vera svo rosalega kvefuð um helgina og svona. Það var rosa fjör á minni þegar hún komst að því að hún mátti opna 2 daga á dagatalinu í gærkvöldi!! Og svo aftur 1 í morgunn.
Leikfélagsfundur í kvöld með Ingrid leikstjóra. Það verður gaman!! Svo skúra, skrúbba og bóna gangana í vinnunni í kvöld og nótt.
Takk Árný mín fyrir jóla pimpið á síðunni
Lífið er yndislegt!! Líf&Fjör
Athugasemdir
Til lukku með frumburðinn
Rannveig Lena Gísladóttir, 10.12.2007 kl. 14:24
til hamingju með baunina þína
Árný Sesselja, 10.12.2007 kl. 14:35
takk fyrir
Solla, 10.12.2007 kl. 18:50
Til hamingju með guttann, og takk fyrir okkur
Gerða Kristjáns, 10.12.2007 kl. 21:15
hæ
til hamingju með strákinn!!!
Ef þú hefur ekki náð tyggjóinu úr flíkinni... þá er hreinsað bensín það besta sem ég nota... hef náð tyggjói og límklessum úr ótrúlegustu efnum með því :) fæst í apótekinu....
Sjáumst vonandi sem fyrst...
Sif (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:25
hei do... til hamingju með Smárann þinn frænda minn :)
Hallan (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:54
stubburinn þinn skammaði frænku sína í morgun fyrir að mæta ekki í afmælið sitt í gær Ég sagði að hann hefði nú bara gleymt að bjóða mér í afmælið! Þá kom þetta gullkorn... frænka, það þarf ekki að bjóða frænkum í afmælið, þær eiga bara að koma!
Rannveig Lena Gísladóttir, 11.12.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.