11.1.2008 | 18:36
olah
Mér var tjáð um daginn að ég væri lélegasti bloggari í heimi. Það er ekki satt! Margt brasað á þessu heimili undanfarið. Búin að taka allt jólatrall niður, nema úti já og gardínurnar. Smáralingur búin að vera í prófum og læti. Hlakka til að sjá hvað kemur út úr þeim. Anna farin að skríða uppí!! Gallinn við það að við Fannar sofum voða´lítið eftir að hún kemur. Svo við erum förum með hana til baka. Það er ósköp indælt þegar þau koma uppí en maður missir líka svefn. Erfit að velja þarna. Fannar og skipperarnir eru farnir að róa á öðrum bát, minni. Leikfélagið byrjar að æfa á miðvikudaginn JEIJ Þorrablótsæfingar byrja á þriðjudaginn, svo það er nóg að gera. Sem er bara gaman!!! Afi minn er 93 ára í dag. Mig langar að vera eins og afi þegar ég verð gömul, ef ég verð þá gömul. Afi er svo frábær karakter. Ég lít heil ósköp upp til hans, verst hvað ég er löt við að heimsækja hann. Dauðskammast mín fyrir það. Sussubíja. Meira seinna.
Líf&Fjör
Athugasemdir
ég þekki sko alveg lélegri bloggara en þig ;)
gaman að sjá smá fréttir samt, góða skemmtun í öllu leikaratrallinu :)
Hallan (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:56
NEI sko hver er á lífi hehehehe.......
Já verð að segja að mig er farið að hlakka til að sjá hvernig leikritið kemur út hjá þessum hóp.... Held að mar eigi eftir að fá all nokkur hlátursköstin LOL
Til hamingju með afa karlinn..... skil vel að þú lítir upp til hans..... afar eru yndislegir
Árný Sesselja, 11.1.2008 kl. 23:57
Jebb... afar eru yndislegir. Það er amk mín reynsla af þeim.
Hlakka til að mæta á þorrablót og sjá skemmtiatriðin, þið sláið örugglega í gegn!
Rannveig Lena Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 09:00
Dónasdúskur !
Gerða Kristjáns, 12.1.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.