Gullkorn

Ég var að hjálpa Önnu að finna föt fyrir morgunndaginn áðan, sem er svo sem ekki frásögu færandi þar sem við gerum þetta á hverju kvöldi. Sparar heil mikinn tíma og þras og tár og læti á morgnana. Daman mín hefur mjög ákveðnar skoðanir um í hverju hún vill vera. Nema hvað. Þegar við vorum búnar að taka til fötin, segi ég við hana. "Þú verður svo mikil pæja á morgunn!" Ekki stóð á svari hjá þeirri stuttu. "NEI mamma, pæjur eru með brjóst. STÓR brjóst!" Hvað er annað hægt að gera nema hlægja að svona. Maður spyr sig.

Við Smári gerðum samning á laugardaginn. Smá tilraun til að athuga hvort hann verður duglegri að "muna" eftir hlutum eins og að ganga frá eftir sig og minka stæla sem eru að færast í aukana. Ef hann kemst í gegnum daginn án þess að fá ekki fleiri en 3 mínusa í kladdann fær hann að fara í tölvuna eða Ps2 eftir kvöldmat.  4 mínusar eða + það þýða enginn tölva þann daginn. DAgurinn í dag slapp fyrir horn 3- í kladdann.

Búði að vanta svo eitthvað til að gera í höndunum undanfarið. Sem betur fer á maður góða að sem eiga handavinnu í bunkum!!  Takk Gerða mín you are a life saver Wink. Fékk hjá henni svona líka fínann Bucilla jólasokk til að dunda mér við. Fannar heldur því fram að þessi sé fyrir hann. Búin að máta nafnið sitt á hann og alles. Skilst að það passi Tounge.

Hafið þið það gott elskurnar.

                                                                                                        Líf&Fjör                  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Frétti að þú hefðir komið fýluferð heim til mín í dag... reyndu aftur um næstu helgi ( verð loksins heima þá ) og þá geturu tekið með þér bucilla jólatrallið mitt sem ég sagði þér frá einhvern tíman...

Rannveig Lena Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 23:03

2 identicon

Ég sé dömuna fyrir mér, hún er svo einstök.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Afi úr sveitinni.. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:42

3 identicon

bahahahaaaaa,  hún er alveg milljón hún frænka mín :)  hefur skoðanir á öllu :)

Hallan (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:53

4 identicon

hahah hún er alveg mögnuð þessi elska það sem börnum dettur í hug að segja!

Hófý (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hahahaha hún er snillingur

Gerða Kristjáns, 15.1.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband