10.3.2008 | 10:58
Jæja sagð´ann...
... þegar hann vaknaði. Frumsýning og 2. sýning búnar. Frumsýningin gekk stórslysalaus, annað hægt að segja um 2. sýningu Sumir segja að 2. sýning sé verst. Vona að það sé rétt. Æfing í kvöld. Frumsýningarpartýið já... eigum við að ræða það eitthvað ..... nei ég hélt ekki. Nei það var mjög gaman að sletta að eins úr klaufunum. Mikið grín mikið gaman.
Stelpurnar eru að fara til L. (Bannað að segja the L word) Fara suður á MORGUNN foj. Væri ekkert smá til með að vera að fara með þeim, en svona er þetta bara. Kem bara með næst!
Við erum búin að borga síðustu útborgunina af húsinu. Bara góð tilfinning. Verður enþá betri tilfinning þegar við erum búin að grafa okkur uppúr ógreiddum skuldahaug, ójá.
Vetrarfríið er að verða búið, og allt sem ég ætlaði að gera í fríinum er ekki farið að gerast en,hmmm. Kemur í ljós hvað ég nenni að gera í dag og á morgunn af því. Það er ekki eins og þessi verk séu að fara eitthvað.
That´s all folks Líf&Fjör
Hey já eitt en. Gaman væri nú ef laumulesararnir færu að gefa sig fram. Ég er óskaplega forvitin að eðlisfari.!!
Athugasemdir
ég lofa að senda mynd af dúfu
Vala (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:40
Kvitterí kvitt.... ég les á hverjum degi .... eða kíki réttara sagt hvort að það er komið nýtt frá þér
Knús á þig dúllan mín og ég skal hugsa fallega til þín in the L- word
Árný Sesselja, 10.3.2008 kl. 11:44
Ég er ekki laumulesari... er bara latur að kvitta fyrir lesari
Rannveig Lena Gísladóttir, 10.3.2008 kl. 13:48
Til hamingju með frumsýninguna, ég hef heyrt að þetta sé frábært hjá ykkur. Til hamingju með að vera búin að borga húsið :)
alva (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:31
ég kíki á hverjum degi :) alltaf að tékka hvort það sé komið eitthvað nýtt :D
Hófý (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:33
BÖÖÖÖ, kíki stundum, kvitta sjaldan, en mundu, að þú átt mig að - þegar þú vilt
Sigrún (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:32
Les oft en löt að kvitta, þykir samt vænt um þig...
., 10.3.2008 kl. 22:19
Ég kíki líka oft til að athuga hversu dugleg þú ert að blogga
Luv ya görlí........skal hugsa fallega til þín í L-orðinu
Gerða Kristjáns, 10.3.2008 kl. 22:31
Hæ hæ Solla mín.
Innilega til hamingju með sýninguna og síðustu útborgunina á húsinu.
Ég kíki á síðuna þína næstum daglega,en kvitta því miður aldrei.Kannski er ég ein af þessum laumulesurum.
Finnst alltaf jafn gaman að lesa bloggin og fylgjast með úr fjarlægð.
Knús og kossar Helga.
Helga í Reykjavíkinni. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:41
ókei ókei ég skal játa....
ég kíki alltaf hingað inn :) en er ógurlega löt að kvitta... "æm a laumóríder" jess jess. Til hamingju með húsið og leikinn og allt !!!!!! Bestu kveðjur úr Hafnarfirði..
Sif (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:32
Eins og greinilega fleiri í minni fjölskyldu er ég löt að kvitta, sorry :) en.. batnandi konu er best að lifa, stefni á betri árangur á þessum sviðum :) til hamingju með lífið og tilveruna og allt sem því við kemur... hafið það æði í sveitasælunni.
Hallan (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:37
sek !!! er laumulesari en bara að því að ég er mjög löt og nenni ekki að kvitta
en rosa flott sýning hjá ykkur er enn að jafna mig eftir hláturinn og dóttir mín skammast sín ennþá fyrir móðir sína kk shs
Sigríður Helga laumulesari ;) (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.