27.3.2008 | 22:46
Ég er ekki frá því...
að karla raksápa sé betri en konu. Var í sturtu sem er ekki ekki frásögu færandi, og var að rembast við að raka á mér legina ... sem er frásögu færandi . Nema hvað froðukvoðan mín kláraðist. Nú voru góð ráð dýr. Ekki gat ég hugsað mér að hafa annann leggin hálf loðinn en hinn kafloðinn, svo ég skrönglaðist út út sturtunni til að gá hvort Fannar ætti ekki froðukvoðu. Jú mikið rétt meira að segja 2 brúsa (eru þetta ekki annars brúsar) Svo að ég hnupplaði öðrum þeirra. Sorry ástin mín, en þú bara notar þetta aldrei, og mín var búin Skjögraði aftur í sturtuna og kláraði raksturinn. Má eiginlega segja að ég ilmi eins og nýrakaður karlmanms kjálki! En ég segi það satt, ég er bara ekki frá því að stolna kvoðan sé betri en dömu fladí flah.
Annars er ég búin að vera hálf öfugsnúin í dag. Lítill frændi minn mjög veikur. Reyndar svo veikur að það var tvísýnt um hann síðastliðna nótt. Litla skinnið. Hugur minn er allur hjá honum. Vona það besta.
Líf&fjör
Athugasemdir
ææ, leitt að heyra með hann frænda þinn, vona að allt fari vel.
alva (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:49
Myspace Hugs Comments & Graphics
Árný Sesselja, 29.3.2008 kl. 18:01
Úbbs... puttinn bendir víst á Lenu en knúskossarnir eru frá mér
Árný Sesselja, 29.3.2008 kl. 18:02
Solla má alveg fá knús frá mér líka
Rannveig Lena Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 13:03
en annars ég fór í búðina eða apotekið til að kaupa raksápu og það var bara til karlasápa...og ég keypti hana bara og hún er bara skrambi góð sko..þetta er örugglega allt sama tóbakið, bara öðruvísi lykt.
alva (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.